We are thrilled to welcome a true rock star in STEM and field-based education to our team. Starting on 1 February, Brynja Stefánsdóttir will join GeoCamp Iceland as a part-time project manager, focusing on managing curricula and field guide development. Brynja is a specialist in science education and outdoor learning, with a strong focus on fostering innovative teaching practices in STEM fields. She holds a Master of Education (M.Ed.) in natural sciences and teaching from the University of Iceland (2016), alongside a Bachelor of Education (B.Ed.) in natural sciences teaching (2014). Currently, she is furthering her studies in environmental science at the Agricultural University of Iceland. Brynja brings extensive teaching experience, including her work as a natural sciences teacher at Stapaskóli primary school in Reykjanesbær. She has developed and led science and technology workshops for students of all ages, including pre-primary education. Her work also encompasses sustainability-focused educational programmes, featuring hands-on projects that highlight the circular economy, waste reduction, and community engagement. Beyond the classroom, Brynja has contributed to national initiatives aimed at revising competency criteria for science subjects and simplifying teaching frameworks to enhance accessibility for students and educators. She also facilitates creative workshops for adult learners, including individuals with disabilities. Her notable achievements include coordinating Stapaskóli’s “Stapavaka,” a science fair that celebrates students’ use of scientific methods and research. Brynja’s expertise in curriculum development, outdoor education, and sustainability, combined with her passion for connecting students with nature, makes her a vital addition to the GeoCamp Iceland team. We look forward to working with her in the future on all the exciting projects ahead. Nýr starfsmaður GeoCamp Iceland í námsefnisgerð Við erum himinlifandi yfir því að fá sannkallaða rokkstjörnu í STEM greinum og náttúrufræðikennslu í teymið okkar. Frá og með 1. febrúar mun Brynja Stefánsdóttir, kennari við Stapaskóla í Reykjanesbæ, hefja störf sem verkefnastjóri í hlutastarfi hjá GeoCamp Iceland, þar sem hún mun einbeita sér að þróun námsefnis og vettvangsferða, ásamt aðkomu að sértækum verkefnum um útikennslu í Reykjanes jarðvangi. Brynja lauk B.Ed.- prófi frá Háskóla Íslands 2014 og meistaragráðu 2016. Hún kennir við Stapaskóla í Reykjanesbæ, bæði á leik- og grunnskólastigi. Meðfram kennslu stundar hún nám í náttúru- og umhverfisfræði við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Brynja hefur verið í hópi kennara sem hafa verið leiðandi í þróun kennsluhátta í Stapaskóla þar sem meðal annars er byggt á verkefnamiðuðu námi, samþættingu og áhugasviðsverkefnum. Með samkennurum sínum á hún hlut að því að kynna námsefni og verkefni á opnu vefsvæði og með hlaðvarpi (Stapaspjallið). Þá hefur Brynja átt frumkvæði að vísindavökum í skólanum þar sem nemendur fást við ýmis verkefni í raunvísindum. Þá tók hún þátt endurskoðun aðalnámskrár í náttúrugreinum, auk þess sem hún hefur kennt á endurmenntunarnámskeiði um náttúrufræði til framtíðar á vegum Menntafléttunnar. Þá er hún meðal upphafsmanna „Stapavöku“ sem er árlega vísindakeppni Stapaskóla, þar sem nemendur sýna aðkomu að vísindalegum aðferðum og rannsóknum. Sérþekking Brynju á námskrárþróun, námsefnisgerð, útikennslu og sjálfbærni, ásamt ástríðu hennar fyrir því að tengja nemendur við náttúru og umhverfi Íslands gerir hana að ómetanlegum hluta af GeoCamp Iceland teyminu. Við hlökkum til að starfa með henni að þeim mýmörgu verkefnum sem eru framundan hjá okkur. There is never a dull moment around Brynja when she is in her element - Nature. Brynja has previously partnered with GeoCamp Iceland in KA1 teacher mobilities on outdoor education in Danish Geoparks, as well as in STEM projects in Croatia.
|
Archives
February 2025
Categories
All
|