GeoCamp Iceland fær styrk úr Þróunarsjóði námsgagna fyrir þróun útikennsluefnis í náttúruvísindum3/6/2025 Rannsóknarmiðstöð Íslands (Rannís) hefur úthlutað styrkjum úr Þróunarsjóði námsgagna fyrir árið 2025. Meðal verkefna sem hlutu styrk er nýtt þróunarverkefni á vegum GeoCamp Iceland, þar sem Brynja Stefánsdóttir, kennari við Stapaskóla og verkefnastjóri hjá GeoCamp Iceland, leiðir þróun námsefnis fyrir útikennslu í náttúruvísindum. Verkefnið ber heitið Gárur – Þróun útikennslu og námsgagna í nærumhverfi skóla. Markmið verkefnisins er að þróa hagnýtt námsefni sem styður við kennslu í náttúruvísindum, samfélagsgreinum og STEAM greinum í grunnskólum. Sérstök áhersla verður lögð á útikennslu, vettvangsnám og rannsóknir í nærumhverfi skóla á Reykjanesinu, þar sem nemendur koma meðal annars að gagnasöfnun, mælingum og skapandi lausnum í náttúrunni. Verkefnið byggir á UNESCO samstarfi grunnskóla á Reykjanesi og er unnið í nánu sambandi við Reykjanes jarðvang, þar sem nú þegar er unnið er að kortlagningu svæða á Reykjanesinu sem henta til útikennslu og vettvangsferða. Með verkefninu er stigið mikilvægt skref til að efla útikennslu og vettvangsnám í grunnskólum á Reykjanesinu, ásamt því að þróa nýjar leiðir til að kenna krefjandi viðfangsefni í nærumhverfi skóla. Nánari upplýsingar um úthlutun Rannís má finna hér. New Outdoor Learning Materials Developed with Support from Icelandic Textbook Development Fund GeoCamp Iceland has received a grant from the Educational Materials Developement Fund (Þróunarsjóður námsgagna) for the project Gárur – Outdoor Learning and Educational Materials in the Local Environment. The project is led by Brynja Stefánsdóttir, teacher at Stapaskóli Primary School and project manager at GeoCamp Iceland.
The aim is to create teaching materials for outdoor and field-based learning in science, geography and STEAM subjects for Icelandic schools. The materials will support teachers in integrating nature-based research, data collection and sustainability topics directly into the students’ local environment. The project builds on the ongoing collaboration with the UNESCO Associated Schools on the Reykjanes Peninsula. The role of the Foundation is to promote the innovation, development, preparation and publication of educational materials for pre-, primary and secondary schools with the aim of ensuring the availability and diversity of materials according to the needs of students and schools. The grant will primarily support the development and piloting of the materials in cooperation with local teachers and schools, with GeoCamp Iceland leading the overall project coordination. |
Archives
June 2025
Categories
All
|