GeoCamp Iceland participates in the regional initiative to expand the UNESCO Schools network across all educational instiutions in Reykjanes UNESCO Global Geopark. At a meeting held on September 4th in Reykjanesbær, representatives from schools in the region gathered to discuss the integration of UNESCO principles, with the aim of having all schools on all school levels begin the application process within the next two years. Sigrún Svafa Ólafsdóttir, Project Manager for Educational Programmes at GeoCamp Iceland and Reykjanes UNESCO Global Geopark, is leading the project. As part of the effort, she has been working closely with schools and teachers in the region, fostering cooperation and creating opportunities for educational development through international initiatives. "GeoCamp Iceland has long been involved in various European projects, collaborating with teachers from all levels of education," said Sigrún Svafa. "This initiative builds on that experience, offering schools in Reykjanes a unique opportunity to gain international recognition for the great work they're already doing with the UN’s Sustainable Development Goals (SDGs). The UNESCO Schools project will help strengthen these efforts, create deeper ties between schools, and enhance global citizenship education." Skólar á Reykjanesi sýna mikinn vilja til að bætast í hóp UNESCO skóla á ÍslandiÞann 4. september 2024 var haldinn kynningarfundur í Hljómahöll um innleiðingu UNESCO skóla í alla skóla á Reykjanesi. Fulltrúum frá öllum skólum á svæðinu var boðið á fundinn ásamt aðilum tengdum Suðurnesjvettvangi.
„Sjálfbærni er sameiginlegt viðfangsefni allra sem íbúar á þessari jörð og mun verða um fyrirsjáanlega framtíð. Heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna setja skýran ramma utan um þau mikilvægu verkefni og áskoranir sem við stöndum frami fyrir til þess að komandi kynslóðir njóti velsældar og sjálfbærni sé tryggð. Jafnrétti, réttlæti, friður og virðing fyrir umhverfinu er á ábyrgð okkar alla og við viljum leggja okkar af mörkum til þess að ná árangri á þessum sviðum.“ Þannig hefst viljayfirlýsing um að hefja UNESCO skóla umsóknarferlið á næstu tveimur árum, sem 15 skólar af Reykjanesi hafa nú þegar skrifað undir. Hugmyndin að þessu metnaðarfulla verkefni kemur frá Suðurnesjavettvangi sem er samstarfsvettvangur um innleiðingu Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Suðurnesjum. Að Suðurnesjavettvangi standa Samband sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Kadeco og Isavia ásamt öllum sveitarfélögunum fjórum á Suðurnesjum. Þá er Reykjanes jarðvangur einnig samstarfsaðili verkefnisins og leggur til verkefnastjóra sem mun styðja skólana á svæðinu með hlutlausum vettvangi fyrir samvinnu og tengslamyndun þvert á skóla, skólastig og sveitarfélög. Til þess að varða leiðina að sjálfbæru samfélagi er skólasamfélagið á Reykjanesi nú að taka stórt skref með því að sýna samstöðu og vilja til samstarfs um innleiðingu Heimsmarkmiðanna. Sú sameiginlega vegferð hófst á fundinum þar sem margir skólar skrifuðu undir yfirlýsingu þess efnis að gerast UNESCO skóli innan tveggja ára og allir aðilar tengdir Suðurnesjavettvangi skrifuðu undir yfirlýsingu um að styðja þessa innleiðingu eftir bestu getu. UNESCO skólar skuldbinda sig til að vinna að verkefnum sem snúa að því að auka þekkingu á málefnum Sameinuðu þjóðanna og Heimsmarkmiðinum. Þverfagleg verkefni sem nýtast í ýmsum kennslustundum og passa vel inni í grunnþætti aðalnámsskrár leik- grunn- og framhaldsskóla. Flestir skólar vinna í dag fjölmörg verkefni tengd Heimsmarkmiðunum á hverju starfsári, svo það að gerast UNESCO skóli er að mestu leyti aðeins alþjóðleg viðurkenning á því góða starfi og yfirlýsing um að vilja bæta í sambærileg verkefni á komandi árum. Sigrún Svafa Ólafsdóttir er verkefnastjóri fræðslumála hjá Reykjanes jarðvangi og GeoCamp Iceland segir að fundurinn í Hljómahöll hafi farið fram úr björtustu vonum. „Það er alveg frábært að sjá hve margir ætla að vera með og voru tilbúin að skrifa undir viljayfirlýsingu strax. Ég fékk þetta skemmtilega verkefni upp í hendurnar sem mitt fyrsta verk sem verkefnastjóri fræðslumála hjá jarðvanginum. UNESCO skóla verkefnið er frábært verkfæri til að mynda góð tengsl við alla skólana, á öllum skólastigum í öllum sveitarfélögunum á Reykjanesinu. Ég hef verið að vinna mikið með kennurum úr öllum skólum á svæðinu í ýmsum Evrópuverkefnum sem GeoCamp Iceland hefur haldið utan um, í samstarfi við til dæmis Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanes Jarðvang. Í þeirri vinnu hefur komið mjög skýrt í ljós að þörf fyrir aukna samvinnu milli skóla er mikil og hvað öflugt tengslanet kennara getur skilað miklu inn í skólastarfið. Ég er mjög spennt fyrir næstu skrefum, skólar hér á svæðinu eru allir að gera svo frábæra og spennandi hluti. Það að taka þátt í UNESCO skóla uppbyggingunni verður vonandi eingöngu til þess að gera alla flottu vinnuna þeirra enn sýnilegri í samfélaginu. Margir skólar skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að fara af stað með þetta verkefni á næstu 2 árum og ég veit að hinir skólarnir eru að ígrunda þetta, það er alltaf hægt að bætast við og enginn er að missa af tækifærinu. Það stendur misvel á hjá skólum og mikilvægt að starfsfólk skólanna taki sameiginlega ákvörðun með hjartanu að fara af stað í þetta verkefni. Okkar von er sú að allir skólar á svæðinu sláist í hópinn á næstu 2 árum. Umfang verkefnisins er mikið, á Íslandi eru í dag samtals 21 UNESCO skólar en ef allir skólar á Reykjanesi taka þátt, bætast 28 skólar við þá tölu. Til að þetta gangi vel er mikilvægt að samfélagið allt standi með okkur í þessu og því dýrmætt að nú þegar hafa margir stórir aðilar á svæðinu lýst því yfir að þau eru tilbúin til að styðja við þetta verkefni eftir bestu getu. Við í undirbúningsteyminu gætum bara ekki verið ánægðari með viðbrögðin við þessari metnaðarfullu hugmynd!“ Eva Harðardóttir formaður Félags Sameinuðu Þjóðanna á Íslandi var þátttakandi á fundinum. Hún var himinlifandi yfir viðbrögðunum og talaði um að þessi samvinna um heimsmarkmiðin væri einstök. „Þetta verkefni er til fyrirmyndar fyrir annað svæðisbundið samstarf og samfélög á landinu sem vilja vinna að sjálfbærri þróun með því að efla staðbundna þekkingu og hnattræna vitund barna og ungmenna, en efling hnattrænnar borgaravitundar er einmitt eitt af meginmarkmiðum UNESCO-skólanetsins“. Eftirfarandi 15 skólar hafa nú þegar skrifað undir viljayfirlýsingu um að hefja þá vegferð að gerast UNESCO skóli á næstu tveim árum:
Eftirfarandi aðilar skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að styðja UNESCO skóla verkefnið:
|
Archives
September 2024
Categories
All
|